Fara í innihald

maurildi

Pending
Úr Wikiorðabók, frjálsu orðabókinni

Íslenska


Fallbeyging orðsins „maurildi“
Eintala Fleirtala
án greinis með greini án greinis með greini
Nefnifall maurildi maurildið maurildi maurildin
Þolfall maurildi maurildið maurildi maurildin
Þágufall maurildi maurildinu maurildum maurildunum
Eignarfall maurildis maurildisins maurilda maurildanna
Önnur orð með sömu fallbeygingu

Nafnorð

maurildi (hvorugkyn); sterk beyging

[1] Maurildi er ljósfyrirbæri í hafi sem stafa af lífljómun frá skoruþörungum sem nefnast á fræðimáli Noctiluca. Þessir einfrumungar gefa við áreiti frá sér ljósblossa sem verður vegna efnahvarfa fosfórsameinda.
[2] flokkur skoruþörungur (fræðiheiti: Noctiluca)
Dæmi
[1] Í ritinu Atli eftir Björn Halldórsson í Sauðlauksdal sem út kom út árið 1777 segir: „Ef maurildi sést mikið í sjó, boðar sunnanátt og þeyvind, oftast hvassan“.

Þýðingar

Tilvísun

Maurildi er grein sem finna má á Wikipediu.
Icelandic Online Dictionary and Readings „maurildi

Íðorðabankinn440565
Vísindavefurinn: „Hvað er maurildi? >>>