Fara í innihald

markfruma

Pending
Úr Wikiorðabók, frjálsu orðabókinni

Íslenska


Fallbeyging orðsins „markfruma“
Eintala Fleirtala
án greinis með greini án greinis með greini
Nefnifall markfruma markfruman markfrumur markfrumurnar
Þolfall markfrumu markfrumuna markfrumur markfrumurnar
Þágufall markfrumu markfrumunni markfrumum markfrumunum
Eignarfall markfrumu markfrumunnar markfrumna markfrumnanna
Önnur orð með sömu fallbeygingu

Nafnorð

markfruma (kvenkyn); veik beyging

[1] innkirtlafræði: fruma sem bregst við tilteknu boðefni
[2] blóðsjúkdómafræði: óeðlilegt, rautt blóðkorn
Orðsifjafræði
mark-, eins og í markmið, skeytt framan við fruma
Dæmi
[1] „Hormón berast með blóðrásinni um allan líkamann en aðeins tilteknar frumur verða fyrir áhrifum af þeim og kallast þær markfrumur (e. target cells).“ (VísindavefurinnWikiorðabók:Bókmenntaskrá#Vísindavefurinn: Hvernig verka vefaukandi sterar?)

Þýðingar

Tilvísun

Markfruma er grein sem finna má á Wikipediu.
Íðorðabankinn345488
Íðorðabankinn694380