leikvöllur

Úr Wikiorðabók, frjálsu orðabókinni

Íslenska


Fallbeyging orðsins „leikvöllur“
Eintala Fleirtala
án greinis með greini án greinis með greini
Nefnifall leikvöllur leikvöllurinn leikvellir leikvellirnir
Þolfall leikvöll leikvöllinn leikvelli leikvellina
Þágufall leikvelli leikvellinum leikvöllum leikvöllunum
Eignarfall leikvallar leikvallarins leikvalla leikvallanna
Önnur orð með sömu fallbeygingu

Nafnorð

leikvöllur (karlkyn); sterk beyging

[1] leiksvæði fyrir börn
[2] íþróttavöllur
Framburður
IPA: [ˈleiːkˌvœtlʏr]
Orðsifjafræði
leik- og völlur
Dæmi
[1] „Á opnu svæði í porti á bak við blokkina á Skúlagötu er leikvöllur barna en þar sjást aldrei börn.“ (pressan.is: (22. nóv. 2011) Steingrímur Njálsson og Ágúst Magnússon nágrannar á Skúlagötu - Leikvöllur í portinu en engin börn. Skoðað þann 16. október 2013)
[2] „Kleberson fór af leikvelli í síðari hálfleik í gær og Portúgalinn Cristiano Ronaldo kom inn á í hans stað.“ (Mbl.isWikiorðabók:Bókmenntaskrá#Mbl.is: (1.9.2003) Kleberson fór úr axlarlið. Skoðað þann 16. október 2013)

Þýðingar

Tilvísun

Icelandic Online Dictionary and Readings „leikvöllur

ISLEX orðabókin „leikvöllur“