kvarki
Útlit
Íslenska
Nafnorð
kvarki (karlkyn); veik beyging
- [1] Kvarkar eru agnir sem mynda róteindir og nifteindir og eru annað tveggja agnarefna sem mynda efnið (hitt efnið er létteindir (lepton). Til eru sex gerðir af kvörkum. Þær eru upp (u), niður (d), sérstaða (s), þokki (c), toppur (t) og botn (b). Kvarkar eru einu frumeindirnar sem allir fjórir frumkraftarnir verka á.
- Orðsifjafræði
- Murray Gell-Mann fékk orðið kvarki lánað úr bók James Joyce, Finnegans Wake, en í henni eru sjávarfuglar sem gefa frá sér „three quarks,“ þ.e.a.s. körruðu þrisvar sinnum, og er orðið líklega myndað þannig að það er samrunni borgarnafnsins Cork (í Munster) og ensku sagnarinnar „quack“, sem haft er um það hljóð sem endur gefa frá sér á ensku, sbr. íslensku sögnina að „karra“ sem haft er um það þegar endur garga.
Þýðingar
[breyta]
- Tilvísun
„Kvarki“ er grein sem finna má á Wikipediu.
Íðorðabankinn „322226“