klaustur

Úr Wikiorðabók, frjálsu orðabókinni

Íslenska


Fallbeyging orðsins „klaustur“
Eintala Fleirtala
án greinis með greini án greinis með greini
Nefnifall klaustur klaustrið klaustur klaustrin
Þolfall klaustur klaustrið klaustur klaustrin
Þágufall klaustri klaustrinu klaustrum klaustrunum
Eignarfall klausturs klaustursins klaustra klaustranna
Önnur orð með sömu fallbeygingu

Nafnorð

klaustur (hvorugkyn); sterk beyging

[1] Klaustur er félagsskapur munka eða nunna sem lifa að miklu leyti aflokuð frá samfélaginu og helga sig leit að eigin fullkomnun og eða þjónustu við guð og lifa eftir sameiginlegum reglum.
Orðsifjafræði
Orðið klaustur er komið úr latneska orðinu claustrum sem þýðir lás, lokað rými, læst herbergi. Claustrum kemur af claudo, loka, læsa, inniloka.
Samheiti
[1] klaustri
Dæmi
[1] Í kaþólskum sið störfuðu mörg klaustur á Íslandi.

Þýðingar

Tilvísun

Klaustur er grein sem finna má á Wikipediu.
Icelandic Online Dictionary and Readings „klaustur