guðfræði

Úr Wikiorðabók, frjálsu orðabókinni

Íslenska


Fallbeyging orðsins „guðfræði“
Eintala Fleirtala
án greinis með greini án greinis með greini
Nefnifall guðfræði guðfræðin
Þolfall guðfræði guðfræðina
Þágufall guðfræði guðfræðinni
Eignarfall guðfræði guðfræðinnar
Önnur orð með sömu fallbeygingu

Nafnorð

guðfræði (kvenkyn); sterk beyging

[1] Guðfræði er sú fræðigrein sem á vísindalegan hátt fæst við trúarbrögð, andleg málefni og Guð. Í dag er orðið einkum notað í kristnu samhengi og vísar það þá yfirleitt til þeirra fræða sem kristnir guðfræðingar iðka. Vissulega er orðið notað innan annarra trúarhefða, sér í lagi eingyðistrúarbragða, en alls ekki jafn oft og í kristni. Orðið sjálft, guðfræði, á uppruna sinn í hinum forna gríska menningarheimi en merking þess breyttist hægt og bítandi er kristnir höfundar fornaldar fóru að nota það í verkum sínum.
Orðsifjafræði
guð + fræði
Undirheiti
gamla testamentisfræði
nýja testamentisfræði
kirkjusaga
trúfræði
Almenn trúarbragðafræði
Kennimannleg (praktísk) guðfræði
trúarbragðasaga
trúarlífsfélagsfræði
trúarheimspeki
siðfræði

Þýðingar

Tilvísun

Guðfræði er grein sem finna má á Wikipediu.
Icelandic Online Dictionary and Readings „guðfræði