Fara í innihald

fötlun

Úr Wikiorðabók, frjálsu orðabókinni

Íslenska


Fallbeyging orðsins „fötlun“
Eintala Fleirtala
án greinis með greini án greinis með greini
Nefnifall fötlun fötlunin fatlanir fatlanirnar
Þolfall fötlun fötlunina fatlanir fatlanirnar
Þágufall fötlun fötluninni fötlunum fötlununum
Eignarfall fötlunar fötlunarinnar fatlana fatlananna
Önnur orð með sömu fallbeygingu
[1] Alþjóðlegt tákn fötlunar.

Nafnorð

fötlun (kvenkyn); sterk beyging

[1] Fötlun er varanlegt líkamlegt eða andlegt ástand einstaklings, sem veldur því að hann getur ekki beitt sér til fulls.
Undirheiti
[1] blinda, lesblinda, heyrnarleysi, hreyfifötlun (hreyfihömlun), geðklofi, þunglyndi
Dæmi
[1] Hreyfihömlun er tegund fötlunar, sem stafar af lömun eða vansköpun á hluta líkamans, en sumir hreyfihamlaðir nota hjólastóla til að fara styttri vegalengdir.

Þýðingar

Tilvísun

Fötlun er grein sem finna má á Wikipediu.
Icelandic Online Dictionary and Readings „fötlun