brönugras
Íslenska
Nafnorð
brönugras (hvorugkyn); sterk beyging
- [1] Brönugras (fræðiheiti: dactylorhiza maculata) er blóm af brönugrasaætt, tegund af orkídeu. Kýs einkum sólríka staði á láglendi eða utan í hæðum en einnig finnst hún í röku votlendi sem og þurrum skógarbotnum og lækjarbökkum. Verður að jafnaði milli 15 til 45 sm.
- Orðsifjafræði
- brönu- og gras. Í Hálfdánarsögu Brönufóstra er sagt frá því að tröllkonan Brana hafi gefið fóstra sínum brönugrösin til þess að vekja ástir konungsdóttur og talið að þaðan sé Íslenska heitið komið.
- Dæmi
- [1] „Brönugras var talið einkar notadrjúgt til þess að örva ástir manna og losta. Einnig er sagt að það geti stillt ósamlyndi hjóna sofi þau á því.“ (Vísindavefurinn : Hvaða jurtir voru notaðar til galdraverka og lækninga?)
- Samheiti
Þýðingar
[breyta]
- Tilvísun
„Brönugras“ er grein sem finna má á Wikipediu.
Icelandic Online Dictionary and Readings „brönugras “