Fara í innihald

blýantur

Pending
Úr Wikiorðabók, frjálsu orðabókinni

Íslenska


Fallbeyging orðsins „blýantur“
Eintala Fleirtala
án greinis með greini án greinis með greini
Nefnifall blýantur blýanturinn blýantar blýantarnir
Þolfall blýant blýantinn blýanta blýantana
Þágufall blýanti blýantinum blýöntum blýöntunum
Eignarfall blýants blýantsins blýanta blýantanna
Önnur orð með sömu fallbeygingu

Nafnorð

blýantur (karlkyn); sterk beyging

[1] skriffæri sem notað er til skriftar og teikningar
Orðsifjafræði
tökuorð af danska orðinu blyant eða bliant sem eru styttar útgáfur á orðinu blyantspen.
Samheiti
[1] ritblý
Yfirheiti
[1] skriffæri
Undirheiti
[1] litblýantur, skrifblýantur, teikniblýantur
Dæmi
[1] „Árið 1565 lýsti þýsk-svissneski náttúrufræðingurinn Conrad Gesner fyrstur manna skriffæri þar sem grafíti var komið fyrir í tréhólki. Grafít var þá talið vera ein tegund blýs og mun það vera ástæða þess að blýanturinn er enn kenndur við þann málm og við tölum um "blýið" í blýantinum.“ (VísindavefurinnWikiorðabók:Bókmenntaskrá#Vísindavefurinn: Þorsteinn Vilhjálmsson. Hver fann upp blýantinn?. 20.01.2014.)

Þýðingar

Tilvísun

Blýantur er grein sem finna má á Wikipediu.
Icelandic Online Dictionary and Readings „blýantur

Íslensk beygingafræði, Colin D. Thomson. Helmut Buske Verlag. Hamburg 1987. ISBN 978-3871188411