aðfangadagur
Útlit
Íslenska
Nafnorð
aðfangadagur (karlkyn); sterk beyging
- [1] Aðfangadagur (sem á sér gömul samheiti eins og affangadagur eða tilfangadagur) er hátíðardagur í kristinni trú. Orðið „aðfangadagur“ þýðir í raun dagurinn fyrir hátíðisdag og er núorðið eiginlega aðeins haft um 24. desember en það er dagurinn fyrir jóladag og því nefndur svo. Einnig er líka stundum talað um aðfangadag páska en það er laugardagurinn fyrir páskasunnudag.
- Samheiti
- Undirheiti
- [1] aðfangadagskvöld
- Sjá einnig, samanber
- Dæmi
- [1] Íslendingar fagna aðfangadegi með sínum hætti og eru siðirnir æði mismunandi eftir fjölskyldum. Hjá flestum er þó mikið lagt upp úr góðum kvöldverði, gjafir opnaðar eftir klukkan sex og síðan fara margir til miðnæturmessu.
Þýðingar
[breyta]
þýðingar
- Tilvísun
„Aðfangadagur“ er grein sem finna má á Wikipediu.