Wikiorðabók:Málkassi/Stig
Útlit
Þessi síða er til að útskýra muninn á stigunum sem að notuð eru fyrir notandamál og tölvumál. En fyrir tölvumál og fornmál er stigið xx aldrei notað. Stigin markast við læsileika, skrifleika og skilleika á tungumálum en ekki endilega hæfni í framburði.
xx-0
- Þetta stig er upplagt að nota við þessar aðstæður:
- Það er búist við því að þú skiljir tungumál (hugsanlega vegna þess að þú skrifar greinar um það eða vinnur að greinum Wikipedia þess tungumáls), en þú gerir það alls ekki.
- Þú býrð í landi tungumáls en kannt málið ekki; eða þú býrð í landi þar sem að mörg tungumál eru töluð en þú kannt þau ekki (dæmi: býrð í belgíu en talar ekki frönsku).
- Þú gætir hafa lært málfræði tungumáls eða skilur rithátt máls en hefur lítin orðaforða upp að því marki að þú skiljir ekki orð.
- Það á ekki að nota xx-0 fyrir öll þau tungumál sem að þú kannt ekki.
xx-1
- Þetta stig táknar að þú getir notað grein á tungumáli sem heimildarefni en getir ekki skrifað á tungumálinu sjálfu. Þú getur líka notað þetta stig ef þú hefur nýlega byrjað að læra eitthvað tungumál en kannt svipað mál (dæmi: þú kannt spænsku en hefur nýlega byrjað að læra portúgölsku).
xx-2
- Þetta stig er fyrir þá sem að geta skrifað á tungumáli upp að vissu marki, en eru ekki öryggir í skriftum. Flestir sem að nota þetta stig tala ekki reiprennandi en munu líklegast ná heildarmynd greina (þó að lítið menntuð manneskja með xx að móðurmáli gæti verið hér). Þetta stig gæti verið notað af þeim sem að hafa töluverðan orðaforða og nokkra kunnáttu á málfræði, en gættu átt erfitt með að skrifa nýjar greinar eða í alfræðisafnsstíl. Sá/sú gæti líklegast þýdd greinar með hjálp orðabókar. Þeir sem að eru að læra austurlensk mál gætu skilið einfalt efni en ekki alfræðisafn eins og Wikipedia eða annað.
xx-3
- Þetta stig er ætlað þeim sem að hafa góða kunnáttu á tungumálinu og geta skrifað með öryggi án þess að gera mikið að málfræði- og stafsetningarvillum. Sá/sú sem að hefur þetta stig er líklegur til að geta tjáð sig reiprennandi munnlega. Fyrir þá sem læra austurlensk mál, merkir þetta að þeir þekki flestu algengustu táknin og geti skilið greinar upp að góðu magni.
xx-4
- Þetta stig ætti að nota ef kunnátta á tungumáli er sú sama og kunnátta meðalmenntaðra manneskju með xx að móðurmáli, og ætti sá/sú að geta skilið hvaða grein sem er (en ekki of tæknileg efni). Þó að xx og xx-4 tákna sömu kunnáttu er xx aðeins fyrir þá sem að ólust upp við málið hjá annaðhvort foreldrum eða umhverfi.
- Fornmál
- Ef um fornmál er að ræða þá táknar þetta stig að þú hafir mjög góða þekkingu á því og getir skrifað nánast stafsetninga- og málfræðivillulaust.
xx-5
- Þetta stig er notað fyrir þá sem að hafa atvinnukunnáttu á tungumál, hvort sem að það er móðurmál þeirra eða ekki.
- Sá sem að notar þetta stig ætti að geta:
- Sagt hvort að uppbygging setninga sé tæk eða ótæk.
- Fundið mest viðeigandi orðin fyrir hugtök.
- Skilið bókstaflegt og tæknilegt mál.
- Fornmál
- Ef um fornmál er að ræða þá táknar þetta stig að þú sért útlærð(ur) á því máli og getur skilið allt efni á því tungumáli.
xx
- Þetta stig er notað fyrir innfædda. Þú ættir að nota þetta ef þú notar tungumálið í hversdagslegum samræðum og hefur fullkomin tök á því, þar á meðal orðatiltæki.
- Þetta merkir að ef þú hefur flutt frá xx-talandi landi yfir í yy-talandi land á ungaldri, og talaðir aldrei xx síðar, þá ættir þú að skilgreina móðurmál þitt sem yy en ekki xx, jafnvel þótt að þú talaðir ekkert nema xx í bensku. En ef þú hefur talað bæði xx og yy æ síðar þá ættir þú að skilgreina bæði xx og yy sem móðurmál þín.
- Notað eitt og sér þá samsvarar það xx-4. Ef kunnátta þín er á atvinnustigi þá væri gott að nota xx-5 einnig. En ef hún er undir venjulegir kunnáttu á móðurmáli ættir þú að nota xx-3. Ekki er æskilega að skilgreina xx sem móðurmál þitt ef kunnátta þín á tilteknu mál er undir xx-2.
- Fornmál og tölvumál
- Þar sem að ekki er hægt að hafa fornmál né tölvumál að móðurmáli þá merkir þetta stig að þú hafir kunnáttu á annaðhvort forn- eða tölvumáli en segir ekki til um hversu mikla kunnáttu.
- „Wikipedia:Málkassi/Stig“ er grein sem finna má á Wikipediu.