Fara í innihald

Wikiorðabók:AutoWikiBrowser

Úr Wikiorðabók, frjálsu orðabókinni

AutoWikiBrowser (AWB) er hálfsjálfvirkur ritill fyrir Wikiorðabókina sem keyrir á Microsoft Windows 2000/XP (eða nýrri) og er hannaður með það í huga að gera þreytandi og staglkenndar breytingar á greinum auðveldari. Með ritlinum fylgja ýmis tól, svo sem gagnagrunnsskimari sem getur fundið síður sem innihalda ákveðna textastrengi eða hafa sérstök einkenni og tól sem leitar að textastrengjum á síðu og skiptir þeim út fyrir aðra o.s.frv. Þetta má nota til dæmis til þess að leiðrétta stafsetningarvillur, skipta út úreltum sniðum fyrir ný á mörgum síðum á stuttum tíma o.s.frv. Frekari upplýsingar er að finna á ensku síðu ritilsins: Wikipedia:AutoWikiBrowser.