Spjall:eiginn
Bæta við umræðuEftir skoðun á ýmsum orðabókum þá virðist orðið eiginn, með tveimur ennum vera gamalt og úrelt í dag. Aftur á móti er í dag notað eigin, með einu enni. Eini munurinn á beygingu orðanna sem dæmi er að í nefnifalli eintölu er „eiginn“ með tveimur ennum en í eintölu nefnifalli af „eigin“ með einu. Í Íslensk nútímamálsorðabók Árnastofnunar hoppa þau alveg yfir eiginn og beina manni beint á eigin. Aftur á móti í orðabók Menningarsjóðs frá árinu 1963 er þessu öfugt farið. Við skoðun á snöru er ekki sama leið og undir orðinu eiginn eru meiri upplýsingar en þær eru í rauninni allar um eigin nema þau frávik sem tengjast beint orðinu eiginn, sem er samkvæmt þeim skráð „eiginn (fornt/úrelt þgf. eignum, ft. eignir) L, eigin L ÓB“, það er að beygingin með tveimur ennum og merkingunni „eign, eignir“ er hætt að nota að öllu jöfnu en er þó enn þá stofn margra samsettra orða eins og eiginkona sem þýðir í raun kona sem þú átt. Því beina þeir á orðið eigin sem dæmi um rétta, eða frekar heldur þá beygingu sem notuð er í dag. Því finnst mér að við ættum að stofna lýsingarorðasíðuna eigin og með flest dæmi þar en tilgreina á þessari síðu eingöngu gömul samsett orð sem augljóslega voru sett saman með orðinu eiginn, gömlu myndina sem notar tvö enn og dæmi um þá notkun. Vísa síðan í síðuna eigin með einu enni að öðru leyti. Það táknar að mikið af því sem hér er myndi þá flytjast þangað og skýringar orðsins breytast ásamt að setja inn gömlu beyginguna þótt hún sé almennt ekki notuð í dag en kemur fyrir í ýmsum orðtökum. Þetta er spurning um að við reynum frekar að fylgja nútímanotkun orða en eldri notkun þeirra. Það er að minnsta kosti skoðun mín að við ættum að leitast við þar sem það á við eins og í þessu tilfelli. --Bragi H (spjall) 5. mars 2018 kl. 12:32 (UTC)