vefsjá

Úr Wikiorðabók, frjálsu orðabókinni

Íslenska


Fallbeyging orðsins „vefsjá“
Eintala Fleirtala
án greinis með greini án greinis með greini
Nefnifall vefsjá vefsjáin vefsjár vefsjárnar
Þolfall vefsjá vefsjána vefsjár vefsjárnar
Þágufall vefsjá vefsjánni vefsjám vefsjánum
Eignarfall vefsjár vefsjárinnar vefsjáa vefsjánna
Önnur orð með sömu fallbeygingu

Nafnorð

vefsjá (kvenkyn); sterk beyging

[1] Vefsjá (eða vafri) er forrit sem notað er til að vafra um eða skoða skjöl á vefþjónum eða skráakerfi með notkun HTTP-samskiptareglnanna. Vafrar lesa HTML kóða vefsíðu og nota hann til að miðla kóðanum á lesanlegu formi til notandans. Þeir eru mest notaða tegund aðgangsbúnaðar. Stærsta netkerfi samansett af samtengdum skrám er þekkt sem veraldarvefurinn.


Samheiti
[1] vafri
Yfirheiti
[1] internet

Þýðingar

Tilvísun

Vefsjá er grein sem finna má á Wikipediu.

Tölvuorðasafnið „vefsjá“