skjaldkirtill

Úr Wikiorðabók, frjálsu orðabókinni
Jump to navigation Jump to search

ÍslenskaFallbeyging orðsins „skjaldkirtill“
Eintala Fleirtala
án greinis með greini án greinis með greini
Nefnifall skjaldkirtill skjaldkirtillinn skjaldkirtlar skjaldkirtlarnir
Þolfall skjaldkirtil skjaldkirtilinn skjaldkirtla skjaldkirtlana
Þágufall skjaldkirtli skjaldkirtlinum skjaldkirtlum skjaldkirtlunum
Eignarfall skjaldkirtils skjaldkirtilsins skjaldkirtla skjaldkirtlanna
Önnur orð með sömu fallbeygingu

Nafnorð

skjaldkirtill (karlkyn); sterk beyging

[1] líffærafræði: líffæri mannslíkamans (fræðiheiti: glandula thyr(e)oidea) sem framleiðir hormóna: kalsítónín, sem stuðlar að kalkjafnvægi með því að binda kalk í beinum og þýroxín, sem örvar efnaskipti, bruna, hjartslátt og öndun
Yfirheiti
[1] kirtill, líffæri
Dæmi
[1] „Við getum ekki án skjaldkirtilsins verið, þannig að ef við missum hann eða hann hættir að starfa, verðum við að taka skjaldkirtilshormón það sem eftir er ævinnar.“ (VísindavefurinnWikiorðabók:Bókmenntaskrá#Vísindavefurinn: Magnús Jóhannsson (2000). Hvað er „vanvirkur skjaldkirtill“ og hvað er til ráða?)

Þýðingar

Tilvísun

Skjaldkirtill er grein sem finna má á Wikipediu.
Icelandic Online Dictionary and Readings „skjaldkirtill
Orðabók Háskólans (Ritmálsskrá): „skjaldkirtill
Orðabanki íslenskrar málstöðvar „skjaldkirtill
Íslensk-þýsk orðabók dict.cc „skjaldkirtill