Fara í innihald

safaspæta

Pending
Úr Wikiorðabók, frjálsu orðabókinni

Íslenska


Fallbeyging orðsins „safaspæta“
Eintala Fleirtala
án greinis með greini án greinis með greini
Nefnifall safaspæta safaspætan safaspætur safaspæturnar
Þolfall safaspætu safaspætuna safaspætur safaspæturnar
Þágufall safaspætu safaspætunni safaspætum safaspætunum
Eignarfall safaspætu safaspætunnar safaspæta safaspætanna
Önnur orð með sömu fallbeygingu
[1] Karlfugl

Nafnorð

safaspæta (kvenkyn); veik beyging

[1] Safaspæta (fræðiheiti: Sphyrapicus varius) er meðalstór spætutegund. Varpsvæði þeirra er í skóglendi í Kanada, austurhluta Alaska og norðaustur hluta Bandaríkjanna. Þessir fuglar fara til vetrarstöðva í suðaustur hluta Bandaríkjanna, Vestur-Indía og mið-Ameríku. Afar sjaldgæft er að flækingar af þessari tegund fari til Írlands og Stóra-Bretlands. Safaspæta fannst í garði á Selfossi í október 2007.
Yfirheiti
[1] spæta
Dæmi
[1] Safaspætur bora göt í tré og éta safann og skordýr sem festast í honum. Þær lifa einnig á skordýrum sem þær finna í stofnum trjánna og á berjum og ávöxtum.

Þýðingar

Tilvísun

Safaspæta er grein sem finna má á Wikipediu.
Avibase (gagnagrunnur yfir fugla): „safaspæta
Margmiðlunarefni tengt „Sphyrapicus varius“ er að finna á Wikimedia Commons.