sykur

Úr Wikiorðabók, frjálsu orðabókinni

Íslenska


karlkyn:
Fallbeyging orðsins „sykur“
Eintala Fleirtala
án greinis með greini án greinis með greini
Nefnifall sykur sykurinn
Þolfall sykur sykurinn
Þágufall sykri sykrinum
Eignarfall sykurs sykursins
Önnur orð með sömu fallbeygingu
hvorugkyn:
Fallbeyging orðsins „sykur“
Eintala Fleirtala
án greinis með greini án greinis með greini
Nefnifall sykur sykrið
Þolfall sykur sykrið
Þágufall sykri sykrinu
Eignarfall sykurs sykursins
Önnur orð með sömu fallbeygingu

Nafnorð

sykur (karlkyn) / (hvorugkyn); sterk beyging

[1] strásykur (eða matarsykur eða hvítasykur) er það sem oftast er átt við þegar talað er um sykur, og er hann notaður er í bakstur og matargerð.
Orðsifjafræði
Sykur er tökorð í íslensku úr dönsku: sukker. Orðið sykur er komið á Norðurlönd úr arabísku: sukkar og indversku: sakkara, sbr. sakkarín, en í latínu er grískættaða orðið saccharinus, sem þýðir: sætur. Sykur er bæði karlkyns og hvorugkyns í íslensku, sykurinn og sykrið. Sparaðu ekki sykrið að hneppa þar í, segir í Gilsbakkaþulu, en í Aravísum er spurt: Hví er sykurinn sætur?
Andheiti
[1] salt
Yfirheiti
[1] fæða
Undirheiti
[1] reyrsykur
[1] rófusykur
Afleiddar merkingar
blóðsykur, flórsykur, gervisykur, hlynsykur, hrásykur, kandíssykur (steinsykur), kanilsykur, maltsykur, mjólkursykur, molasykur, púðursykur, toppasykur, þrúgusykur
sykurkar, sykurker, sykurmoli, sykurreyr, sykurrófa, sykra
Sjá einnig, samanber
melassi

Þýðingar

Tilvísun

Sykur er grein sem finna má á Wikipediu.
Icelandic Online Dictionary and Readings „sykur