skyndibiti

Úr Wikiorðabók, frjálsu orðabókinni

Íslenska


Fallbeyging orðsins „skyndibiti“
Eintala Fleirtala
án greinis með greini án greinis með greini
Nefnifall skyndibiti skyndibitinn skyndibitar skyndibitarnir
Þolfall skyndibita skyndibitann skyndibita skyndibitana
Þágufall skyndibita skyndibitanum skyndibitum skyndibitunum
Eignarfall skyndibita skyndibitans skyndibita skyndibitanna
Önnur orð með sömu fallbeygingu

Nafnorð

skyndibiti (karlkyn); veik beyging

[1] Skyndibiti er smáréttur sem er matreiddur á einfaldan hátt, seldur tilbúinn og oftast snæddur án hnífapara, þ.e. stýfður úr hnefa. Skyndibitamatur er mishollur, en oftast er hann fitandi og óhollur. Sumir grænir veitingastaðir hafa tekið upp á því að selja fljótlega og holla rétti, og bera fram sem skyndibita.
Undirheiti
[1] hamborgari, kebab, pizza, pylsa, samloka

Þýðingar

Tilvísun

Skyndibiti er grein sem finna má á Wikipediu.
Icelandic Online Dictionary and Readings „skyndibiti