síld

Úr Wikiorðabók, frjálsu orðabókinni

Íslenska


Fallbeyging orðsins „síld“
Eintala Fleirtala
án greinis með greini án greinis með greini
Nefnifall síld síldin síldar síldarnar
Þolfall síld síldina síldar síldarnar
Þágufall síld síldinni síldum síldunum
Eignarfall síldar síldarinnar sílda síldanna
Önnur orð með sömu fallbeygingu

Nafnorð

síld (kvenkyn); sterk beyging

[1] fiskur (fræðiheiti: clupea harengus) sem finnst beggja vegna Atlantshafsins þar sem hún safnast í stórar torfur eða flekki. Síld er ein algengasta fisktegund í heimi.
[2] ættkvísl síldaættar (fræðiheiti: clupea)
Samheiti
[1] Atlantshafssíld, hafsíld, hæringur
Undirheiti
[1] síldartorfa, síldarganga, síldarvertíð, síldarútgerð, síldarkóngur, síldarvinna

Orðtak

[1] eins og síld í tunnu

Þýðingar

Tilvísun

Síld er grein sem finna má á Wikipediu.
Icelandic Online Dictionary and Readings „síld