dísilvél

Úr Wikiorðabók, frjálsu orðabókinni

Íslenska


Fallbeyging orðsins „dísilvél“
Eintala Fleirtala
án greinis með greini án greinis með greini
Nefnifall dísilvél dísilvélin dísilvélar dísilvélarnar
Þolfall dísilvél dísilvélina dísilvélar dísilvélarnar
Þágufall dísilvél dísilvélinni dísilvélum dísilvélunum
Eignarfall dísilvélar dísilvélarinnar dísilvéla dísilvélanna
Önnur orð með sömu fallbeygingu

Nafnorð

dísilvél (kvenkyn); sterk beyging

[1] Dísilvél er sprengihreyfill sem gengur fyrir dísilolíu.
Orðsifjafræði
dísil- og vél (Dísilvél dregur nafn sitt af þýska verkfræðingnum Rudolf Christian Karl Diesel (1858 – 1913) sem fann upp dísilvélina þegar hann vann að því að finna upp vél með betri nýtni en gufuvélin hafði.)
Samheiti
[1] dísilhreyfill, dísilmótor, dísill
Andheiti
[1] bensínvél

Þýðingar

Tilvísun

Dísilvél er grein sem finna má á Wikipediu.
Icelandic Online Dictionary and Readings „dísilvél