askur

Úr Wikiorðabók, frjálsu orðabókinni

Íslenska


Fallbeyging orðsins „askur“
Eintala Fleirtala
án greinis með greini án greinis með greini
Nefnifall askur askurinn askar askarnir
Þolfall ask askinn aska askana
Þágufall aski askinum/ asknum öskum öskunum
Eignarfall asks asksins aska askanna
Önnur orð með sömu fallbeygingu

Nafnorð

askur (karlkyn), sterk beyging

[1] tré af eskiætt (fraxinus)
[2] evrópuaskur (fraxinus excelsior)
[3] matarílát sem Íslendingar notuðu fyrr á öldum
Orðsifjafræði
norræna askr
Samheiti
[1, 2] eski, eskitré
Afleiddar merkingar
[1, 2] eskiviður, eskiskógur, eskilundur, eskikjarr, úr eski
Sjá einnig, samanber

Þýðingar

Tilvísun

Askur er grein sem finna má á Wikipediu.
Icelandic Online Dictionary and Readings „askur
Íslensk beygingafræði, Colin D. Thomson. Helmut Buske Verlag. Hamburg 1987. ISBN 978-3871188411