þilfar

Úr Wikiorðabók, frjálsu orðabókinni

Íslenska


Fallbeyging orðsins „þilfar“
Eintala Fleirtala
án greinis með greini án greinis með greini
Nefnifall þilfar þilfarið þilför þilförin
Þolfall þilfar þilfarið þilför þilförin
Þágufall þilfari þilfarinu þilförum þilförunum
Eignarfall þilfars þilfarsins þilfara þilfaranna
Önnur orð með sömu fallbeygingu

Nafnorð

þilfar (hvorugkyn); sterk beyging

[1] Þilfar eða dekk er á stærri skipum lárétt plata eða gólf sem liggur yfir skipsskrokknum öllum eða að hluta, ver áhöfn og farm fyrir veðri og vindum og er aðalvinnusvæði skipsins.
Afleiddar merkingar
[1] milliþilfar, þilfarsfarmur, þilfarsfarþegi
Dæmi
[1] Á stærri skipum geta verið mörg þilför hvert upp af öðru líkt og hæðir í húsi. Sum þilför bera sérstök nöfn eftir því hvert hlutverk þeirra er.

Þýðingar

Tilvísun

Þilfar er grein sem finna má á Wikipediu.
Icelandic Online Dictionary and Readings „þilfar